Sælkerafundur Helgafells

Sælkerafundur Helgafells


Á dögunum eða 10 mars s.l var haldinn Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en á þessum fundi breytum við út af vananum og í stað þess að kaupa matinn af veisluþjónustu Einsa Kalda þá sjá kokkar klúbbsins um matreiðsluna, en nóg er af kokkum í Helgafelli.
Uppistaðan í þessu sælkerahlaðborði eru sjávarréttir en tveir kjötréttir voru látinir fylgja með.  Þessi fundur er almennur og var því nokkur fjöldi gesta, en aðalgestur fundarinns var Snorri Jónsson rafvirki með meiru og hefur Snorri meðal annars unnið sér það til frægðar að semja klúbbsöng Helgafells.   Snorri sagði sögur af mönnum í eyjum á léttu nótunum og létu fundargesti vel að erindi Snorra,  og í lokin færði forseti Snorra smá gjöf frá klúbbnum í þakklætisskyni.
Þessi sælkerafundur þótti takast vel í alla staði enda gott að brjóta aðeins upp hefðirnar í klúbbstarfinu.
 
 
Myndir frá fundinum