Fyrirlesarar hjá Helgafelli

Fyrirlesarar hjá Helgafelli


Á almennum fundi s.l fimmtudag 10 febrúar voru góðir gestir á fundi hjá okkur, en það voru þeir Ólafur Snorrason og Friðrik Björgvinsson frá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar. Fundurinn var settur kl 19.30 og hófst á venjulegum fundarstörfum, og að loknu matarhléi og lestri síðustu fundagerðar kynnti forseti gestina, og hóf Ólafur Snorrason erindi sitt að kynningu lokinni og talaði vítt og breytt um kyndingu og orkunotkun í bænum og ýmsa möguleika til sparnaðar og framleiðslu orku eins og t.d varmadælur o.fl.
Að loknu erindi Ólafs svaraði hann fjölmörgum fyrirspurnum af miklum skörungskap.
Þá var komið að erindi Friðriks Björgvinssonar en það var um Skipalyftuna upptökumannvirki Eyjanna en lyftan skemmdist mikið fyrir nokkurum árum og nú er viðgerð að ljúka og verður lyftan öflugri á eftir og getur lyft þyngri skipum, en því miður ekki stærstu skipum Eyjaflotanns. Erindi Friðriks var hið fróðlegasta og sýndi hann töluvert af myndum til útskýringa.
Að loknu erindi þeirra félaga færði Birgir Guðjónsson forseti þeim smá gjöf frá klúbbnum í þakklætisskyni og þakkaði góð erindi, og viljum við Helgafellsmenn þakka þeim félögum kærlega fyrir ánægjulega kvöldstund og fróðleg erindi.
 
Ólafur Snorrason
Friðrik Björgvinsson