Þorrablót Helgafells

Þorrablót Helgafells


Þorfablót Helgafells var haldið s.l laugardag 22 janúar og mættu um 130 manns Helgafellsfélagar og gestir þeirra. Blótið hófst kl 20.00 með borðhaldi og voru það nefndarmenn Þorrablótsnefndar sem sáu um matinn og þetta klikkaði ekki hjá þeim frekar en fyrri daginn. Margt var gert til skemmtunar bæði í myndrænu formi og leiknu og að sjálfsögðu allt heimatilbúið.
Mikla athygli vakti Hákarl nokkur sem hékk fyrir utan Kiwanishúsið ásamt íslistaverkum.
Það var síðan Eyjahljómsveitin Tríkot sem sá um að liðka mannskapinn á dansgólfinu fram undir morgun. Þetta Þorrablót þótti takast með afbrigðum vel og fóru allir sáttir til síns heima eftir góða skemmtun í Kiwanishúsinu okkar.
 
Hér að neðan má sjá myndir frá Blótinu.