Jólatrésskemmtun Helgafells

Jólatrésskemmtun Helgafells


Á mánudaginn 27 desember s.l var haldin jólatrésskemmtun Helgafells. Það er mikið að snúast á þessari skemmtun, dansað í kringum jólatréð við undirleik Ólafs Aðalsteinssonar, kaffiveitingar og kökuhlaðborð sem Sinawikkonur sjá um og ekki má gleyma jólasveinunum sem kíkja við með eithvað forvitnilegt í poka sínu.
 
 
Jólasveinarnir taka síðan snúning með börnum og fullorðnum í kringum jólatréð og þá er sko hamagangur í öskjunni. Nokkuð vel var mætt í ár miðað við að það er kominn vinnudagur enda jólin í stutt í ár hvað það snertir, en allir fóru sáttir heim og blessuð börnin með nammi pokann sinn.
Það er nokkur hefð orðin að sjómenn sem eru í klúbbnum sjá um þennann fagnað og gera þeir það með mikklum myndarskap enda vaskir sveinar þarna á ferð.
 
Hér má nálgast myndir frá jólatrésskemmtuninni