Fyrirlestur

Fyrirlestur


Í kvöld var haldinn almennur fundur hjá okkur í Helgafelli og var þó nokkuð af gestum mættir til okkar, en aðalgestur og fyrirlesari kvöldsins var Ívar Atlason tæknifræðingur hjá Hitaveitu Suðurnesja.

Ívar flutti okkur fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur um vatslögnina til Eyja bæði upphaf þessara stórvirkis og núverandi stöðu ásamat upplýsingum í máli og myndum um nýju leiðsluna sem lögð verður í júlí í sumar. Ívari var þakkað gott erindi og  í lokinn afhenti Gísli forseti honum smá gjöf frá klúbbnum sem þakklætisvott fyrir góða frammistöðu.
Þess ber líka að geta að í upphafi þessa fundar kynnti forseti fimm nýjar umsóknir í klúbbinn og eru það ávalt gleðileg tíðindi þegar fjölgun á sér stað.