Þorrablót

Þorrablót


Þorrablót Helgafells var haldið með pompi og prakt s.l laugardagskvöld 19 janúar og þótti takast í alla staði frábærlega, og var margt gert sér til skemmtunar.
Þorrablótsnefndin sá um matinn, enda valinn maður í hverju rúmi m.a tveir atvinnukokkar, og rann þorramaturinn ljúflega niður með góðum veigum. Margt var gert sér til skemmtunar t.d var spurningarkeppni milli borða og einnig var boðið upp á Kiwanisútsvar, spurningakeppni í anda Útsvarsins í sjónvarpi allra landsmanna, en keppt var á milli Kiwanis og Sinawik og fóru strákarnir okkar með sigur út úr þessari rimmu. Fimleikaflokkurinn Léttfetar sýndi listir sínar og einnig tróð upp Davíð Ágústsson, ungur eyjapeyji með söng og beat box atriði ásam göldrum, en þarna er á ferðinni framtíðar snillingur í skemmtanabransanum. Einnig var fjöldasöngur og frumflutningur á Helgafellslaginu í útsetningu Hljómsveitarinnar Tríkot sem lék síðan fyrir dansi langt fram á nótt.