Helgafell gefur tækjabúnað

Helgafell gefur tækjabúnað


Í dag gáfu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, tæki til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Um er að ræða svokallaðan blossamæli og ljósarúm, sem notuð eru eru við  gulu í nýfæddum börnum.
Áður var tekið blóðsýni úr nýburum, en
blossamælirinn gerir það óþarft. Nú er gula í nýburum mæld með þessu tæki. Ljósarúmið er síðan notað til að koma starfsemi lifrarinnar, sem veldur gulunni,  í eðlilegt horf. Drífa ljósmóðír Björnsdóttir, sagði við afhendinguna að tæki þessi hefðu frá því hún  hóf störf á Heilbrigðisstofununni fyrir 15 árum,  verið ofarlega á óskalista sínum  og nú  væri  draumurinn að verða að veruleika.