Fyrirlestur

Fyrirlestur


Í gærkvöldi var almennur fundur í Helgafelli og var aðalgestur kvöldsins Arnar Sigurmundsson formaður framkvæmda- og hafnaráðs,  og flutti hann okkur erindið: Vestmannaeyjahöfn, uppbygging og framkvæmdir í heila öld.

Erindi Arnars var bæði fróðlegt og skemmtilegt og höfðu allir félagar gagn og gaman af, enda Arnar bæði fróður um málefnið eins og margt annað og ekki skemmir hversu góður ræðumaður hann er og heldur mönnum við efnið. Að loknum fyrirlestri þakkaði Gísli Valtýsson forseti Arnari fyrir gott erindi og var honum færð smá gjöf frá klúbbnum.