Árshátíð og stjórnarskiptafundur

Árshátíð og stjórnarskiptafundur


Laugardagskvöldið 6.október var haldin Árshátíð og afmælisfagnaður Helgafells. Húsið var opnað kl 19.00 með fordrykk og um áttaleytið hélt forseti Kristján Björnsson áfram stjórnarskiptafundi sem settur var kl 16.30 á við minnisvarðann og að stjórnarskiptum loknum frestað til kl 20.00

Dagskráin í Kiwanishúsinu hófst eins og áður segir kl.19.00 með fordrykk og síðan var fundi haldið áfram og bauð Tómas Sveinsson formaður afmælisnefndar félaga og gesti velkoma á þetta afmælishóf og las upp kveðjur frá stofnfélögum sem ekki eru starfandi í klúbbnum í dagn og einn af þessum gömlu félögum Hjörleifur Hallgríms mætti á hófið alla leið frá Akureyri. Forseti setti síðan Ólaf Hrein Sigurjónsson sem veislustjóra kvöldsins. Einn félagi var heiðraður og honum afhent fánastöngin góða en það var Guðmundur Jóhannsson sem varð fimmtugur þann 29 september s.l.
Síðan hófst borðhald og var snæddur glæsilegur fjögurra rétta matseðill sem landsliðskokkurinn Sigurður Gíslason töfraði fram og síðan var í boði hefðbundin árshátíðar og stjórnaskipta dagskrá þar sem við tókum inn fimm nýja félaga, veittar viðurkenningar fyrir mætingu, stofnfélagar heiðraðir með gullstjörnu Kiwanishreyfingarinnar. Hópur frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja flutti okkur nokkur lög og eins sáu þeir félagar Sæþór Vídó og Jarl Sigurgeirsson úr hljómsveitinni Tríkot um að leika ljúfa dinnertónlist undir borðhaldi.
Fjöldi gesta var á afmælisfagnaðinum m.a frá móðurklúbbnu Kötlu, Hraunborg í Hafnarfirði, Búrfelli, Mosfelli ásamt Umdæmisstjóra og frú og Bjarna Ásgeirssyni f.v Evrópuforseta og frú.
Gestir tóku til máls á fagnaðinum og færðu okkur Helgafellsfélögum góðar gjafir, en stærsta gjöfin er að fá þetta frábæra fólk í heimsókn til okkar á svona tímamótum.
Að dagskrá lokinni leik hljómsveitin Tríkot undir dansi langt fram á nótt.

Við Helgafellsfélagar viljum þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína til Eyja, til að fagna með okkur á þessum merku tímamótum og einnig fyrir gjafir og góðar kveðjur.

TS.