Jólafundur Helgafells

Jólafundur Helgafells


Laugardaginn s.l 8 desember var haldinn Jólafundur hjá Helgafelli og eins og undanfarin ár var hann sameiginlegur með Sinawikkonum en þær sjá um að framreiða fyrir okkur glæsilegt jólahlaðborð og við sjáum um aðra framkvæmd fundarinns. Fundurinn hófst kl 20.00 en tekið var á móti gestum með live jólatónlist og sá Geir Reynisson um flutninginn.
Forseti setti síðann fundinn á hefðbundin hátt með upplestir afmælisdaga félaga og í þeim hópi var einn félagi Andrés Þ Sigurðsson sem varð fimmtugur á dögunum og að sjálfsögðu fékk hann fánastöngina góðu frá Helgafelli. Næst var komið að borðhaldi og það má með sanni segja að þær klikkuðu ekki Sinawikkonunar með þetta glæsilega hlaðborð sitt og voru gestir í skýjunum með matseldina og ekki síður eftirréttahlaðborðið, tær snilld. Að loknu borðhaldi kom ung Eyjastúlka Birta að nafni og söng fyrir okkur tvö falleg jólalög án undirleiks, frábært hjá þessari ungu og efnilegu söngkonu. Þegar búið var að þakka matarnefndinni fyrir sitt innlegg í jólafundinn flutti félagi okkar séra Kristján Björnsson okkur hugljúfa jólahugvekju. Forseti sagði frá því sem er á döfinni á jólaföstunni og sleit síðan fundi. Að loknum fundi var komið að Dagskránefnd að stjórna Bingói en þessi siður hefur haldist í klúbbnum að spila Bingó að loknum jólafundi. Dagskránefnd gerði þetta af myndaskap og voru veglegir vinningar í boði.
 
Myndir frá fundinum má nálgast HÉR