50 ára afmæli og stjórnarskipti !

50 ára afmæli og stjórnarskipti !


Það var mikið um að vera hjá okkur Helgafellsfélögum þessa helgina, en haldið var uppá 50 ára afmæli klúbbsins með glæsibrag. Dagskráin hófst kl 16.00 en þá var haldið upp á nýja hraun þar sem minnisvarði um fyrsta Kiwanishúsið stendur, en það fór undir hraun í eldgosinu 1973. Stjórnarskipti fóru síðan fram á þessum táknræna stað og sá Sigurður Einar Siðursson Svæðisstjóri Sögusvæðis um stjórnarskiptin með góðri aðstoð Umdæmisstjóra Konráðs Konráðssonar, og að þessarik athöfn lokinni var fundi frestað til kl 20.00. Um kvöldið var fundi fram haldið með hófi í Kiwanishúsinu við Strandveg þar sem margt var í boði undir frábærri veislustjórn Bjarna Töframanns sem fór hreinlega á kostum. Gamla og nýja stjórn voru kallaðar fram á gólf og gefið gott lófatak sem

þakklætisvott fyrir vel unnin störf og velgengni á komandi starfsári. Konráð Umdæmisstjóri flutti ávarp og afhenti forseta skjöld að gjöf frá Umdæminu. Sigurður Einar Svæðisstjóri og Jón Áki Svæðisritari færðu okkur einnig gjafir frá  Ölver , Búreflli og Ós og berum við Helgafellsfélagar bestu þakkarkveðjur fyrir vinarhug í okkar garð. Stofnfélagar Helgafells voru heiðraðir en þeir sem voru viðstaddir voru Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, Hilmar Rósmundsson og Kristján Egilsson. Ólöf Jóhannsdóttir kom og afhenti Helgafellsfélögum gjöf frá Sinawikkonum en þessar elskur gáfu okkur nýjar gardínu í húsið okkar og að venju fékk forsætan koss frá forseta Helgafells. Að hefðbundinni dagsrá hófst síðan dansleikur en hljómsveitin Dallas lék fyrir dansi fram á nótt.

 

TS.

 

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR