Kveðja frá Helgafelli

Kveðja frá Helgafelli


Fallinn er frá Einar Magnús Erlendsson, sem var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum. Klúbburinn var stofnaður árið 1967 af mörgum dugmiklum Eyjamönnum, en klúbburinn er 50 ára á þessu ári og sá þriðji elsti á landinu. Starfið hefur verið mikið í gegnnum árin og lét Einar sitt ekki eftir liggja. Þeir voru stórhuga sporgöngumennirnir í klúbbnum, keyptu hús undir starfið, sem varð fyrsta Kiwanishúsið í Evrópu. Í Heimeyjargosinu 1973 fór húsið undir hraun og eyðilagðist. Menn brettu upp ermar keyptu hálfbyggð hús og fullgerðu það síðan. Það reyndi mikið á menn í allri þessari starfsemi og naut klúbburinn þá vel að Einar var húsgagnasmiður, jafnvígur á alla innréttingarsmíði sem og til annarra verka. Einar gegndi mörgum 

trúnaðarstörfum og stjórnarstörfum frá árinu 1968 til 1999 og var Einar forseti klúbbsins árið 1981. Klúbburinn á Einari mikið að þakka og það er ekki síst fyrir félaga eins og hann að klúbburinn er stærsti allra Kiwanisklúbba í Evrópu og þó víðar væri leitað. Einar var sæmdur Gullstjörnu sem stofnfélagi þegar klúbburinn var 40 ára og gerður að Heiðursfélaga þegar hann varð áttræður. Á þessum tímamótum kveðjum við góðan vin og félaga, sem við vilum þakka af alhug fyrir hans góða starf fyrir klúbbinn og samfélagið, sem og ánægjulega samfylgd alla tíð. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Einars, sem að stórum hluta hefur einnig komið að starfi klúbbsins. Elsku Ása og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa. Minningin um góðan félaga og vin mun lifa. Blessuð sé minning Einars Magnúsar Erlendssonar.


Kiwanisfélagar í Helgafelli.