Fjölskylduferð Helgafells !

Fjölskylduferð Helgafells !


Um s.l helgi 19 til 21 júní var haldið í árlega útllegu okkar Helgafellsfélaga og að þessu sinni var dvalið í Ásgarði á Hvolsvelli, frábær staður og góð aðstaða til alls sem þarf í svona fjölskylduferð. Fólkið byrjaði að týnast á svæðið á föstudeginum en aðaldagurinn var að venju laugardagurinn og kom stærsti hluti hópsinns þá. Byrjað var á að grilla pylsur með öllu tilheyrandi í hádeginu þegar allir voru mættir á svæðið og þegar líða fór á daginn var haldið á tjaldsvæðið þar sem Íþróttakennarinn Gísli Magnússon sá um að stjórna leikjadagskrá fyrir börn og fullorðna og var mikið 

líf og fjör á svæðinu.

Um kvöldmatarleytið var síðan boðið upp á grill í boði klúbbsinns og var á boðstólum lambalæri og pylsur fyrir börnin  ásamt öllu meðlæti. Þarna áttum við ánægjulega kvöldstund saman langt fram á kvöld, við söng og skemmtilegheit.

Það hefur skapast sú venja að grilla restina af pylsunum á sunnudeginum til að fá smá fyllingu áður en lagt er af stað sem og fólkið gerði eftir hádegið, sumir fóru beint heim til Eyja en aðrir héldu áfram til Reykjavíkur og bara áfram sínu ferðalagi, enda margir í sumarleyfi.

Þessu ferð tókst í alla staði frábærlega og er strax komin tilhlökkun fyirr næsta ár, en búið er að panta í Ásgarði að ári.

 

Myndir má nálgast HÉR

 

Myndband má nálgast HÉR